Hide Your Kids

Youtube

Auðveldasta og ódýrasta leiðin til að fá heimsóknir á internetinu í dag er að setja inn myndband, skrifa SVAKALEGA fyrirsögn og láta nokkrar stuttar setningar fylgja með.

Mannsheilinn er forvitinn og hann á ROSALEGA erfitt með að standast freistinguna sem fylgir svona fyrirsögnum. Þegar við sjáum nýja SPENNANDI fyrirsögn þá bara verðum við að kíkja.

Ástandið í netheimum er orðið þannig að Facebook og aðrar vefsíður eru fullar af þessu – og ég þoli það ekki.

Það síðasta sem mig langar til að gera er að taka þátt í þessu. En ég þarf samt að setja inn myndbönd hingað. Þess vegna ætla ég BARA að setja inn myndbönd sem mér finnst MJÖG mikilvægt að allir sjái. Eitthvað dæmi sem getur breytt heiminum. Og þau verða með mjög óspennandi fyrirsögnum.

Inn á Youtube hafa verið sett yfir 80 milljón myndbönd. Af þeim eru 12 myndbönd sem eru í alvörunni góð.

Hér munuð þið (eitt í einu) geta séð öll þessi 12 myndbönd á einum stað.

Gjörið svo vel:

12. Bara venjulegt froskamyndband26.07.15