Weeknd-Litil

The Weeknd – The Hills

Þetta er nýjasta lagið í heiminum í dag.

Það fjallar um mann sem hringir bara í fólk klukkan hálf 6 á nóttunni. Og þegar hann hringir er hann oftast búinn að klúðra einhverju eins og að velta bílnum sínum og vantar aðstoð. Hann virðist vera mjög leiður yfir þessari áráttu sinni og syngur þess vegna eins og hann sé alveg að fara að gráta.

Og það skiljanlega því hann áttar sig á því að hann er smám saman að hrinda frá sér öllum vinum sínum sem eru orðnir langþreyttir á því að vera vaktir upp um miðjar nætur útaf einhverju veseni.

Eins og öllum góðum lögum sæmir færir þetta lag því mikilvægan boðskap: Verið dugleg að rækta sambandið við vini ykkar. Ekki hafa bara samband um miðjar nætur þegar ykkur vantar eitthvað. Þá endið þið einmanna og grátandi eins og Weeknd.

En textinn er samt alls ekki aðalatriðið í þessu lagi heldur syngur hann fáránlega smooth og takturinn er sjúkur. Þetta lag er því komið beint í efsta sætið yfir bestu lög ársins 2015!

Augljóstir kostir:
1. Englarödd
2. Mikilvægur boðskapur
3. Besta lag ársins 2015

Augljósir gallar:
1. Lagið ætti að heita “Hálf 6” en ekki The Hills sem tengjast laginu ekki á neinn hátt.