Kvikmyndahus

Sýningartímar í kvikmyndahúsum

Margir hafa komið að tali við mig undanfarið og kvartað undan því hvað það er erfitt að fá gott yfirlit yfir sýningartíma í kvikmyndahúsum. Fólk reynir að skoða þetta í blöðunum eða á vefsíðum eins og kvikmyndir.is og midi.is en oft er bara ekki mikið að marka það sem þar stendur.

Eitt það leiðinlegasta sem maður lendir í er að mæta of seint í bíó og missa af röðinni og auglýsingunum. Þá getur maður alveg eins horft á myndina bara í rólegheitunum heima hjá sér.

Hér verður því besta yfirlitið um sýningartíma í kvikmyndahúsum landsins:

Í bíó eru myndir sýndar klukkan 20.00 og 22.30.

Nema stundum eru þær klukkan 20.00 og 22.40.

Það er eiginlega engin leið að vita hvort að seinni sýningin hefjist klukkan 22.30 eða 22.40. Oft getur verið best að giska bara á hvað myndin er löng út frá plaggatinu.

Ef það er mikið að gerast á plaggatinu þá er myndin örugglega frekar löng. En ef það er ekkert að gerast á plaggatinu er hún pottþétt mjög stutt.

Sum kvikmyndahús sýna svo stundum myndir klukkan 21.00 en það verður eiginlega líka bara að giska hvaða kvikmyndahús það eru.