Subway-Litil

Subway: Hita eða rista?

Ég fór á Subway í gær og pantaði mér bát dagsins.

Fyrst fékk ég þessa venjulegu spurningu sem allir Íslendingar hafa verið spurðir svona 1.000 sinnum að: “Viltu hita eða rista?”

Ég hef aldrei skilið þessa spurningu. Báðar aðferðir hita bátinn. Afhverju fá allir Subway starfsmenn á landinu þau fyrirmæli að orða þetta svona?

Þegar ég verð forstjóri á Subway verður henni breytt í:
Viltu hita bátinn í örbylgju eða rist?” (meikar meiri sens)
Eða bara:
Öbb’eða rist?” (hnitmiðað)

En þarna ákvað ég að of lengi hafi starfsmenn á Subway fokkað í hausnum á mér og ákvað að fokka aðeins til baka:

Hún: Viltu hita eða rista bátinn?
Ég: Nei takk. En geturu kælt hann fyrir mig?
Hún: Haaa.. kæla hann?
Ég: Já bara sett hann aðeins í kælinn fyrir aftan þig
Hún: Uhh… ertu að meina þetta eða?
Ég:

Hún heldur á bátnum og lítur í kringum sig og á strákinn sem er að vinna með henni.

Ég: Settu hann inn bara í 1 mínútu, það er svona passlegur kuldi

Þá snýr hún sér við og tekur ráðvilt eitt skref í átt að kælinum með bátinn…

En þá viðurkenni ég að ég hafi verið að grínast og mínu mindfokki þar með lokið. En um leið byrjar hennar mindfokk aftur:

Hún: En viltu þá hita eða rista?