The Weeknd – The Hills

Þetta er nýjasta lagið í heiminum í dag.

Það fjallar um mann sem hringir bara í fólk klukkan hálf 6 á nóttunni. Og þegar hann hringir er hann oftast búinn að klúðra einhverju eins og að velta bílnum sínum og vantar aðstoð. Hann virðist vera mjög leiður yfir þessari áráttu sinni og syngur þess vegna eins og hann sé alveg að fara að gráta.

Og það skiljanlega því hann áttar sig á því að hann er smám saman að hrinda frá sér öllum vinum sínum sem eru orðnir langþreyttir á því að vera vaktir upp um miðjar nætur útaf einhverju veseni.

Eins og öllum góðum lögum sæmir færir þetta lag því mikilvægan boðskap: Verið dugleg að rækta sambandið við vini ykkar. Ekki hafa bara samband um miðjar nætur þegar ykkur vantar eitthvað. Þá endið þið einmanna og grátandi eins og Weeknd.

En textinn er samt alls ekki aðalatriðið í þessu lagi heldur syngur hann fáránlega smooth og takturinn er sjúkur. Þetta lag er því komið beint í efsta sætið yfir bestu lög ársins 2015!

Augljóstir kostir:
1. Englarödd
2. Mikilvægur boðskapur
3. Besta lag ársins 2015

Augljósir gallar:
1. Lagið ætti að heita “Hálf 6” en ekki The Hills sem tengjast laginu ekki á neinn hátt.

Rick Ross ft. The Weeknd – In Vein

Þetta lag er að mínu mati besta lag ársins 2014:

Og það er eiginlega hreint ótrúlegt að The Weeknd komi bæði við sögu í “Besta lagi ársins 2014” og “Besta lagi ársins 2015” (sjá hér) – miðað við það hvað hann er lélegur söngvari.

Málið með The Weeknd er að hann syngur alltaf eins og hann sé að fara að gráta. Líka þegar hann syngur gleðileg lög eins og Afmælissönginn og 17. júní lagið. Það er alls ekki það að hann sé falskur því hann nær að halda tónum nokkuð vel. Ég held bara að það þurfi einhver að hugga hann áður en hann syngur næsta lag.

Nú hef ég mikla þekkingu á tónlistarsögunni og tónlistarmönnum almennt og ég held að flestir séu sammála mér að þetta lag væri mikið betra ef Titanic söngkonan eða jafnvel breski söngvarinn myndi syngja það.

En ekki misskilja mig – ég elska þetta lag. Ég veit ekki hvað ég hef hlustað oft þegar ég er að taka vel á því í ræktinni eða sit slakur heima við tölvuna. Örugglega oftar en 1.000 sinnum. Þess vegna finnst mér mjög leiðinlegt hvernig það er sungið. Ég verð eignilega bara pirraður þegar ég hugsa til þess hvað hefði getað orðið ef hann hefði sungið það með venjulegri rödd en ekki svona hátt uppi (C í staðin fyrir A fyrir þá sem hafa vit á tónlist).

Ef þeir hefðu notað annað söngvara hefði ég líklega valið þetta bæði sem “Besta lag ársins 2013” og “Besta lag ársins 2014“. En þar sem lagið er eins og það er – þá nær það eingöngu að vera besta lag ársins 2014.